
Vigdís – Vinir gæludýra á Íslandi:
Félagið stofnað 19. júní 2013. Félagið hefur öðlast öll þau réttindi til að halda utanum verkefnið Lesið fyrir hund ( R.E.A.D ) á Íslandi.
Áhugi á að stofna félag með áherslur á lestrarþjálfun með hundum kviknaði eftir að Margrét Sigurðardóttir, Brynja Tomer og Sóley Ragnarsdóttir höfðu, ásamt hópi af áhugasömu fólki, skipulagt tilraun með verkefnið Lesið fyrir hund á Íslandi.
Félagasamtökin Vigdís-vinir gæludýra á Íslandi voru stofnuð árið 2013 í þeim megintilgangi að stuðla að útbreiðslu R.E.A.D. á Íslandi. Um er að ræða lestrarverkefni að bandarískri fyrirmynd sem nefnist R.E.A.D. (Reading Education Assistance Dogs). Félagasamtökin Vigdís eru samstarfsaðila R.E.A.D og hafa aflað sér leyfi og umboð til að hafa umsjón með R.E.A.D.-verkefninu á Íslandi.
Frá því árinu 2013 til vors 2019 hafa tæplega 500 börn lesið fyrir hunda á Íslandi á vegum Vigdísar-félags gæludýra á Íslandi.
Félagið heldur reglulega námskeið fyrir hundaeigendur/sjálfboðaliða og metur einnig hunda þeirra inn í verkefnið. Allir sjálfboðaliðar/hundaeigendur skrifa undir trúnaðarskjal og skila inn sakavottorði.
Nánari upplýsingar gefur Margrét Sigurðardóttir, formaður Vigdísar: hundalestur@hundalestur.is