Lesið fyrir hund

Lesið fyrir hund á Íslandi

Í verkefninu Lesið fyrir hund lesa börn fyrir hund og lestrarliða. Í lestrarstundinni er hundurinn í aðalhlutverki og lestrarliðinn í hlutverki vinar. Áhersla er lögð á að barn lesi sér til skilnings en ekki að texti sé lesinn lýtalaust. Í lok lestrarstundar gefst tækifæri til að ganga úr skugga um lesskilning með því að nýta hundinn, enda gengið út frá því að hundurinn sé í aðalhlutverki sem hlustandi og að barnið sé í hlutverki leiðbeinanda hundsins.

Félagsmiðstöðin Selið á Seltjarnarnesi í samvinnu við Grunnskóla Seltjarnarness byrjuðu með verkefnið „Lesið fyrir hund“ skólaárið 2012-2013.  Verkefnið sem hefur gefist mjög vel og er það enn í gangi. (AAT prógram).

Verkefnið hefur líka verið reglubundið á nokkrum bókasöfum, má þar nefna Borgabókasafn Reykjavíkur, Bókasafn Seltjarnarness, Bókasafn Kópavogs, Bókasafn Garðarbæjar, Bókasafn Mosfellsbæjar (AAA prógram). Þá er börnum boðið að heimsækja safnið á laugardögum og lesa sér til ánægju fyrir hunda sem eru sérstaklega þjálfaðir til að hlusta á börn lesa. Bókasöfnin sjá um að auglýsa lestrarstundina og foreldrar skrá börnin sín í lestrarstund hjá bókasöfnum. Hvert barn fær 20 mínútur í lestur fyrir hund og lestrarliða (eiganda hunds). Við komum með tvö lið (2 hundar og 2 lestrarliðar) þannig að það eru 6 börn sem komast að hverju sinni, þrjú börn á klst. hjá hundi. Bókasöfnin eru oftast með þennan viðburð einu sinni í mánuði yfir vetrarmánuðina.

Hægt er að lesa fyrir hunda á bókasöfnum:

  • Kópavogi
  • Seltjarnarnesi
  • Garðabæ
  • Mosfellsbæ

Skráning fer fram í gegnum bókasöfnin Sjá nánar tímasetningu lestrarstunda á heimasíðu bókasafnanna.

Viltu fá verkefnið til þín?

Er þú stjórnandi bókasafns og vil fá lestrarverkefnið okkar inn á bókasöfn.

Ert þú skólastjórnandi og vilt fá kynningu á lestrarverkefninu okkar í skólanum þínum. 

Sendu okkur þá línu á tölvupóstfangið: hundalestur@hundalestur.is