Gerast lestrarliði

Langar þig að gerast sjálfboðaliði á vegum Vigdísar og átt þú gæludýr sem þú telur að henti í verkefnið Lesið fyrir hund?: 

Sjálfboðaliði þarf að:

 • Sækja undirbúningsnámskeið
 • Hafa áhuga á bókalestri
 • Ná góðum tengslum við börn
 • Hafa tíma 
 • Hafa hreina sakaskrá
 • Vera þolinmóður, skilningsríkur og umburðarlyndur
 • Vera félagsmaður Vigdísar

Hundur þarf að:

 • Vera tveggja ára eða eldri
 • Vera grunnþjálfaður
 • Hafa áhuga á samskiptum við fólk á öllum aldri
 • Vera sjálfsöruggur
 • Vera andlega og líkamlega heilbrigður
 • Standast atferlismat og vottun frá Vigdísi

Hægt er að skrá sig til þátttöku í gegnum netfangið hundalestur@hundalestur.is

Námskeiðin eru haldin reglulega.  Hvert námskeið er 8 klukkustundir þar sem farið er yfir aðferðafræði í lestrarstundum, úttekt á hundi þar sem mat er lagt á það hvort hundurinn sé tilbúinn í verkefni auk tveggja lestrarstunda undir leiðsögn.

Þátttökugjald greiðist inn á reikning Vigdísar – Vina gæludýra á Íslandi. Innifalið í verði er einnig árs aðild í Vigdísi.