Lög
Vigdís – vinir gæludýra á Íslandi

1.gr.

Samtökin heita Vigdís – Vinir gæludýra á Íslandi.

2. gr.

Heimili samtakanna og varnarþing er að Víghólastíg 17,  200 Kópavogi

3. gr.

Vigdís – Vinir gæludýra á Íslandi eru Góðgerðarsamtök um gæludýr sem göfga og krydda tilveru okkar mannfólksins með margvíslegum hætti.

4. gr.

Tilgangi sínum hyggjast samtökin ná þannig: Sjálfboðaliðar og dýr leggja sitt af mörkum til að bæta líf og líðan fólks með ýmsum hætti. Fyrsta verk samtakanna er að koma á fót hér á landi lestrarverkefni að bandarískri fyrirmynd, R.E.A.D.® (Reading Education Assistance Dogs) sem reynst hefur sérlega vel til að hvetja börn til yndislesturs og ekki síður til að liðsinna börnum með lestrarerfiðleika, til dæmis fjöltyngdum börnum og lesblindum. Samtökin munu halda námskeið fyrir sjálfboðaliða, gera atferlismat á hundum sjálfboðaliða og votta að þeir henti í verkefni samtakanna. Ennfremur munu samtökin halda kynningarfundi um lestrarverkefnið, meðal annars fyrir skólastjórnendur og kennara sem eftir því óska.

5. gr.

Allir þeir sem áhuga hafa á starfsemi samtakanna, vinna ekki gegn hagsmunum þeirra og greiða félagsgjald geta gerst félagsmenn Vigdísar.

Stjórnin gerir tillögu að félagsgjaldi og er tillagan afgreidd á aðalfundi. Félagsgjald er innheimt einu sinni á ári.

Greiði félagsmaður ekki félagsgjald tvö ár í röð fellur hann út af félagaskrá.

6. gr.

Starfstímabil Vigdísar er almanaksárið.  Á aðalfundi skal stjórn gera upp árangur liðins árs.  Aðeins félagsmenn geta tekið þátt í aðalfundi.

7. gr.

Aðalfund skal halda eigi síðar en 1. júlí ár hvert og skal boða til hans með minnst tveggja vikna fyrirvara með sannanlegum hætti. Fundarboð á heimasíðu og/eða með tölvupósti telst nægjanlegt. Aðalfundur er löglegur, sé rétt til hans boðað. Einfaldur meirihluti fundarmanna ræður úrslitum mála. Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:

  • Kosning fundarstjóra og fundarritara
  • Skýrsla stjórnar lögð fram
  • Skýrslur hópa og nefnda
  • Reikningar lagðir fram til samþykktar
  • Starfsáætlun og fjárhagsáætlun næsta árs
  • Lagabreytingar
  • Ákvörðun félagsgjalds
  • Kosning stjórnar
  • Kosning skoðunarmanna reikninga
  • Önnur mál

8.gr.

Stjórn samtakanna skal skipuð fimm félagsmönnum, formanni, ritara, gjaldkera og tveimur meðstjórnendum, kjörnum á aðalfundi. Formaður er kosinn til eins árs og aðrir stjórnarmenn til tveggja ára. Kjörtímabil gjaldkera, ritara og meðstjórnenda skulu skarast. Á stofnfundi skal kjósa einn meðstjórnanda og ritara til eins árs. Stjórn skiptir með sér verkum. Stjórn fer með málefni samtakanna milli aðalfunda. Formaður boðar til funda. Boða skal til aðalfundar með a.m.k. Þriggja vikna fyrirvara. Tillögur að lagabreytingum skulu berast stjórn eigi síðar en 15 dögum fyrir boðaðan aðalfund og kynntar á heimasíðu samtakanna eigi síðar en viku fyrir aðalfund. Firmaritun er í höndum meirihluta stjórnar.

Stjórn skal taka saman ársskýrslu um starfsemi og verkefni samtakanna fyrir aðalfund og skal hún liggja frammi fyrir félagsmenn. Nefndir og starfshópar sem unnið hafa beint með eða fyrir samtökin skulu skila skýrslu/greinargerð um starfsemi sína eigi síðar en 15 dögum fyrir aðalfund. Fundargerð aðalfundar skal send út til félagsmanna ekki síðar en mánuði eftir aðalfund

9.gr.

Ákvörðun um félagsgjald skal tekin á aðalfundi.  Félagsgjöld skulu innheimt árlega.

10. gr.

Reikningsár félagsins er almanaksárið. Reikningar skulu lagðir fram á aðalfundi, yfirfarnir af kjörnum skoðunarmönnum. Hagnaði af rekstri félagsins skal varið í þágu félagsins.

11. gr.

Félagsslit skulu rædd á aðalfundi eða aukaaðalfundi og þarf 2/3 félagsmanna til að samþykkja félagsslit.

Við félagsslit skulu eignir félagsins flytjast með félaginu ef um sameiningu við annað félag er að ræða, annars til líknarmála sem stjórnin leggur til.

Lög þessi voru samþykkt á stofnfundi í Reykjavík 19. júní 2013